Til að tryggja örugga réttarstöðu notenda Frágagns gerum við ávallt kaupsamning og afsal.  Sé ökutæki keypt í gegnum smáauglýsingar eða með öðrum sambærilegum hætti gleymist oft að gera kaupsamning/afsal. Engin lögformleg skylda gildir þar um en til að tryggja öryggi kaupanda og seljanda mælir Samgöngustofa eindregið með því að slíkur samningur sé gerður.  Til að mynda kemur kaupverð hvergi fram ef kaupsamningur/afsal er ekki til staðar.

Lánveitendur samþykkja aldrei lán án þess að löglegur kaupsamningur hafi verið gerður á milli aðila.

Meðfylgjandi er dæmi um kaupsamning sem Frágangur gerir fyrir notendur sína.