Bílasamningar eru afgreiddir í 100% rafrænu ferli sem er fljótvirkt og þægilegt. Viðskiptavinurinn er skráður skattalegur eigandi og umráðamaður bílsins og er skráning bílsins flutt yfir á viðskiptavin við uppgreiðslu samnings. Lítið mál er að greiða inná samninginn eða greiða hann upp að fullu hvenær sem er yfir samningstímann án auka kostnaðar.

Bílalán eru afgreidd í 100% rafrænu ferli og eru veðskuldabréf sem er þinglýst hjá sýslumanni. Viðskiptavinurinn er skráður eigandi bílsins, en fjármálastofnunin á fyrsta veðrétt. Líkt og með samning er hægt að greiða lánið upp að hluta eða heild hvenær sem er yfir lánstímann án auka kostnaðar. Við uppgreiðslu er veðinu aflétt hjá sýslumanni.

Frágangur nýtist við bílalán þar sem þau eru rafræn og bílasamninga þar sem bílalánin eru ekki orðin rafræn.

Nánari upplýsingar um fjármögnun hjá eftirfarandi samstarfsaðilum Frágangs:

Arion Banki

Lykill fjármögnun

Landsbankinn

Ergó