Frágangur sér um alla skjalagerð og lánaumsýslu sem tengist kaupum og sölu á ökutækjum. Ferlið er rafrænt, öruggt, mjög einfalt og algerlega án milligöngu bílasölu.


Kaupandi og/eða seljandi skrá inn þær upplýsingar sem á við að hverju sinni, veita Frágangi rafrænt umboð til að skrifa undir skjöl fyrir sína hönd og Frágangur sér um gerð kaupsamnings, lánaumsýslu, eigandaskipti og skráningu og afskráningu trygginga.  Frágangur sér til þess að öll gögn séu rétt og skili sér á viðeigandi staði.