Er rafænt undirritað umboð fullgilt?

Avatar

Skrifað af Grétar

uppfært um 2 árum síðan

Já, Frágangur notast við þjónustu Taktikal til að afla undirritanna frá kaupendum og seljendum ökutækja.  Rafrænar undirritanir standast kröfur laga nr. 55/2019 til fullgildra undirritana og jafngilda hefðbundinni undirritun með penna.

Nánar um rafrænar undirritanir hjá Taktikal:

Lausnir Taktikal fyrir rafrænar undirskriftir eru frá upphafi þróaðar í samræmi við kröfur EU reglugerðar Nr. 910/2014 (eIDAS). Lausnir Taktikal nota eingöngu fullgild rafræn skilríki sem þýðir að fyrir hverja undirskrift sem við útbúum er undirritandinn tengdur við undirrituðu gögnin á einkvæman og óvéfengjanlegan hátt. Hver undirskrift er auk þess varin með fullgildum tímastimpli og skjalið innsiglað til að tryggja að ekki sé hægt að falsa tíma undirritunar eða breyta skjali eftir undirritun án þess að undirritun falli úr gildi.

Svaraði þetta spurningunni þinni?